Uppfærist þessi frétt ekki rétt? → Hér kemst þú á netsíðuna/ ←

main header image
subtle gradient image

Laugardagurinn 31. ágúst 2019.

Ágætu áskrifendur Kla.TV.

Við sendum fréttabréfið nú að nýju, hér með öllum erindunum 5. sem haldin voru.

Við sendum ykkur fréttabréf Kla.TV til að leggja okkar lóð á vogarskálar opinberrar umræðu.  Í dag, mánudag 2. sept 2019, stendur til að kjósa á Alþingi um hvort Orkupakki 3 verður innleiddur hér á Íslandi.  Við höfum fylgst með því hvernig fjölmiðlar í einka- jafnt sem ríkiseigu hafa hunsað þessa umræðu eða snúið út úr þeim rökum sem andstæðingar þessa orkupakka hafa beitt.  Kla.TV hefur frá upphafi haft það á skjaldamerki sínu að styðja umræðu um hin aðskiljanlegustu mál með því að birta hina hliðina, hefur skilgreint sig sem vettvang fyrir óritskoðaðar fréttir.  Oft er hin hliðin einmitt sú sem má sín minna í umræðunni, er þá brengluð eða bjöguð, jafnvel hædd á opinberum vettvangi.  Við trúum á frjáls skoðanaskipti og að báðar raddir verði að heyrast svo hægt sé að mynda sér óhlutdræga skoðun.  Og það á eins mikið við hér.

Fyrstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, alþingismaður og fyrrv. forsætisráðherra. Hann segir m.a. í máli sínu hve mikil þörfin sé í íslenskum stjórnmálum fyrir stærri og málefnanlegri umfjöllun um 3. Orkupakkann.

https://www.youtube.com/watch?v=x03uvjP0LgY

www.kla.tv/14828

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður og talsmaður þverpólitísku hreyfingarinnar „Orkan Okkar“.  Hann veltir m.a. fyrir sér hvernig hinir ósamrýmalegu hagsmunir ESB og Íslands í 3. Orkupakkanum muni virka á íslensku þjóðina.  Því pakkinn virðist augljóslega vera Íslandi í óhag.

https://youtu.be/kxOAspNjc6o

www.kla.tv/14827

Ingibjörg Sverrisdóttir er ferðamálaráðgjafi og talsmaður hreyfingarinnar „Orkan Okkar“.  Hún hefur rannsakað hvað hefur gengið á í bakgrunni og veitir mikilvægar upplýsingar sem vert er að leggja eyrun við.  Hún segir að sérhver íbúi Íslands ætti sjálfur að rannsaka upp að hvaða marki stjórnvöld geti eftir innleiðingu 3. Orkupakkans haft áhrif á eigin orkuframleiðslu landsins. 

https://youtu.be/-SMbXAxOG4I

www.kla.tv/14826

Styrmir Gunnarsson er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins
Hann minnir á að ekki séu bara orkuauðlindirnar í húfi vegna 3. Orkupakkans heldur líka þær auðlindir sem felist í náttúru landsins.  Það vilji íbúar landsins nefnilega ekki.

https://youtu.be/ZAiBhsro2rA

www.kla.tv/14832

Ögmundur Jónasson er fyrrverandi alþingismaður og innanríkisráðherra.
Vegna þeirra breytinga sem Evrópusambandið er fara í gegnum er mikilvægt að skoða alla orkupakka sem heild og læra af neikvæðu dæmunum.  Það má ekki draga enn frekar úr valdi þjóðarinnar.

https://youtu.be/xMP_ilomQ4A

www.kla.tv/14824Ef þið viljið breyta áskrift ykkar, hætta henni eða bæta, hafið samband.

subtle gradient image
bottom footer image

 

Mæla með fréttabréfi www.kla.tv/newsletter

Afpanta fréttabréf